Það var í ýmsu að snúast hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt dagbók embættisins. Á lögreglustöð 1 var tilkynnt um mann sem heimtaði verkjalyf hjá heilsugæslu í miðbænum. Manninum var vísað út af lögreglu.
Lögreglustöð 1 barst einnig tilkynning um sofandi konu í bifreið í hverfi 108 en hún var farin þegar lögreglu bar að garði.
Á lögreglustöð 2 kom tilkynning um betlara sem var til leiðinda við verslun í hverfi 109 og þá var maður til leiðinda í mjög annarlegu ástandi. Hann var vistaður í fangaklefa vegna ástands.