Um 600 hafa sótt um endurmat

Hraun rann inn í Grindavík í janúar.
Hraun rann inn í Grindavík í janúar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Í kjölfar atburðanna í Grindavík hafa Húsnæðis- og mannvirkjastofnun borist á undanförnum mánuðum fjöldamargar umsóknir um endurmat brunabótamats á íbúðarhúsnæði og þá einkum vegna húseigna í Grindavík.

Þetta kemur fram í umsögn HMS um frumvarp fjármálaráðherra um kaup félags í eigu ríkisins á íbúðarhúsnæði í Grindavík. Gengið er út frá því í frumvarpinu að brunabótamat eignanna verði notað sem grunnur að kaupverðinu og skal greiðslan nema 95% af brunabótamati á kaupdegi að frádregnum áhvílandi veðskuldum.

„Frá og með 11. nóvember 2023 og fram til dagsins í dag hafa eigendur 598 íbúða í Grindavík lagt inn umsókn um endurmat og hafa 244 umsóknir þegar verið afgreiddar. Hefur endurskoðun brunabótamats leitt til hækkunar á brunabótamati íbúðarhúsnæðis um þrjá milljarða kr.,“ segir í umsögn HMS.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert