Val að gera útlendingamál að kosningamáli

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, telur að styttra sé á …
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, telur að styttra sé á milli flokka á þingi í útlendingamálum en margir ætla. mbl.is/Árni Sæberg

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir það val að gera útlendingamál að kosningamáli og telur það ekki skynsamlegt að gera málið að slíku.

Þetta kom fram í ræðu Þorgerðar á þingfundi fyrr í dag undir málaflokknum störf þingsins. 

„Verðbólga í yfirlýsingum“

„Virðulegi forseti, það er verðbólga í landinu. Það er líka verðbólga í yfirlýsingum, meðal annars þegar kemur að útlendingamálum,“ sagði Þorgerður. 

Hún taldi svo að styttra væri á milli flokka á þinginu í málaflokkinum en margir ætla og því væri hið eina í stöðunni að vinna saman að lausn.

Segir það val að gera útlendingamál að kosningamáli 

„Ég vil fara í kosningar til að ræða orkuskipti, orkumál, atvinnustefnu, mikilvægi þess að vera með skynsamlega og hóflega skattheimtu, ræða um einkarekstur í heilbrigðisþjónustu, ræða menntamál,“ sagði Þorgerður og sagði útlendingamál ekki verða það flóknasta í þessu samhengi. 

„Það er val að gera það að kosningamáli. Það er val að láta öfgarnar og yfirlýsingar ráða. Ég vil láta skynsemina ráða. Ég vil að það verði raunsæi í okkar nálgun og við sýnum mennsku og mannúð.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert