Aðeins fyrsta skrefið í hælisleitendamálum

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Guðrún Haf­steins­dótt­ir dóms­málaráðherra seg­ir að frum­varp um breyt­ing­ar á út­lend­inga­lög­um sé aðeins fyrsta skrefið í um­bót­um hæl­is­leit­enda­kerf­is­ins. Ann­ars sé að vænta þegar í haust. Stjórn­ar­flokk­arn­ir hafi sam­mælst um að taka utan þessi mál af meiri þunga en áður, en þar verði m.a. horft til ann­ara Norður­landa með ábyrgð, festu og mannúð að leiðarljósi.

    Þetta kem­ur fram í viðtali við Guðrúnu í Dag­mál­um, streymi Morg­un­blaðsins á net­inu, sem opið er öll­um áskrif­end­um. Viðtalið verður birt í fyrra­málið.

    Hún seg­ir að frum­varp um lokað bú­setu­úr­ræði sé of­ar­lega á blaði yfir nauðsyn­leg­ar úr­bæt­ur, þó ekki séu all­ir á eitt sátt­ir um það. Eft­ir sem áður sé Ísland aðili að Schengen-sam­starf­inu og beri sam­kvæmt því að hafa slík úrræði.

    Lang­ur aðdrag­andi

    Guðrún seg­ir að fram­komið frum­varp um breyt­ing­ar á lög­um um hæl­is­leit­end­ur hafi tekið lang­an tíma í und­ir­bún­ingi, það hafi átt sér margra mánaða aðdrag­anda.

    Það sé því frá­leitt að gera því skóna að hug­ar­fars­breyt­ing Kristrún­ar Frosta­dótt­ur, for­manns Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, í hæl­is­leit­enda­mál­um hafi nokkru breytt um það eða umræðuna. Hún sé ekki ný af nál­inni.

    Mette fyr­ir­mynd Kristrún­ar

    „Ég held að Kristrún Frosta­dótt­ir eigi eina stóra fyr­ir­mynd í sínu póli­tíska lífi og það er Mette Frederik­sen. Ég sé ekki bet­ur en að Kristrún horfi mjög til Mette og hvað hún er að gera. Mette, leiðtogi jafnaðarmanna í Dan­mörku, gerði mikl­ar breyt­ing­ar á kerf­inu í Dan­mörku. Þar voru út­lend­inga­lög hert mjög og ég held að Kristrún sé fyrst og síðast að leita í þann far­veg.“

    Guðrún tek­ur und­ir að fleiri en formaður Sam­fylk­ing­ar hafi minnst á að Íslend­ing­ar ættu ekki að skera sig úr frá hinum nor­rænu þjóðunum að þessu leyti og minn­ir á að hún sé þar á meðal.

    „Ég hef sagt þetta, að við eig­um að fylgja Norður­lönd­un­um.“

    Næsta skrefið stigið í haust

    Þegar hún er spurð um af hverju nú­ver­andi frum­varp hafi ekki dregið meiri dám af lög­gjöf á öðrum Norður­lönd­um seg­ir hún að hér ræði aðeins um fyrsta skrefið í breyt­ingu á fyr­ir­komu­lagi hæl­is­leit­enda­mála. Næsta skrefs verði ekki lengi að vænta.

    „Í haust. Við [stjórn­arþing­menn] erum bún­ir að sam­mæl­ast um það að við ætl­um að taka þenn­an mála­flokk mjög föst­um tök­um. Við ætl­um að gera það vel. Með festu, ábyrgð og mannúð að leiðarljósi.“

    Lokað bú­setu­úr­ræði við Leifs­stöð í bíg­erð

    Guðrún nefn­ir að framund­an séu áform um svo­kallað lokað bú­setu­úr­ræði fyr­ir ný­komna hæl­is­leit­end­ur meðan á frum­at­hug­un á mál­um þeirr­ar stend­ur, en einnig þeirra sem fá synj­un á hæl­is­beiðni og ber að yf­ir­gefa landið. Frum­varp um það sé nú þegar í sam­ráðsgátt.

    „Við erum að setja á fót sprett­hóp sem fer yfir mögu­leika mót­töku- og bú­setumiðstöðvar á öll­um málsmeðferðarstig­um,“ seg­ir dóms­málaráðherra.

    „Við erum aðilar að Schengen-sam­starf­inu og við erum eina ríki þess, sem er ekki með [lokað bú­setu­úr­ræði]. Okk­ur ber að gera það.“

    Hún vill bíða niður­stöðu sprett­hóps­ins áður en hún ræðir það fyr­ir­komu­lag nán­ar, en seg­ir þó að það þurfi að vera í ná­grenni við Leifs­stöð.

    mbl.is
    Fleira áhugavert

    Innlent »

    Fleira áhugavert