Mörg fyrirtæki að skoða stöðu sína

Páll Rúnar Kristjánsson hæstaréttarlögmaður skoðar réttarstöðu fyrirtækja gagnvart skipafélögunum.
Páll Rúnar Kristjánsson hæstaréttarlögmaður skoðar réttarstöðu fyrirtækja gagnvart skipafélögunum. Samsett mynd

„Nú eru mörg fyr­ir­tæki að skoða stöðu sína og þegar far­in að taka fyrstu skref í þá átt að leita rétt­ar síns,“ seg­ir Páll Rún­ar Kristjáns­son hæsta­rétt­ar­lögmaður í sam­tali við mbl.is um áætlað tjón af völd­um skipa­fé­lag­anna Eim­skips og Sam­skipa sem Fé­lag at­vinnu­rek­enda, Neyt­enda­sam­tök­in og VR fjalla um um í sam­eig­in­legri frétta­til­kynn­ingu.

Seg­ir Páll að mörgu að huga í mál­inu.

„Fyrsta skrefið er nátt­úru­lega að afla allra gagna og fá heild­stæða mynd af tjón­inu,“ seg­ir hann og bæt­ir því við að fram­haldið verði svo ákveðið en það muni ganga út á að fá tjónið bætt hvernig svo sem gengið verði eft­ir því.

Sumt ein­falt – annað flókn­ara

Aðspurður kveður hann hlutaðeig­andi fyr­ir­tæki í mis­mun­andi stöðu og erfitt sé að áætla hve lang­an tíma taki að fá mynd af tjóni hvers og eins með krónu­tölu.

„Sum­ir eru með til­tölu­lega ein­föld mál og aðrir flókn­ari,“ seg­ir Páll og bæt­ir því við aðspurður að hóp­mál­sókn komi ekki til greina á þess­um vett­vangi.

Þá seg­ist hann ekki vita um heild­ar­fjölda þeirra fyr­ir­tækja sem telji sig hafa orðið fyr­ir tjóni vegna sam­ráðsins en þau séu nokk­ur sem hann hafi á sinni könnu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert