„Ég hefði nú frekar kosið að stórt stéttarfélag hefði keypt myndir af íslenskum ljósmyndurum fyrir þetta blað. Þetta er bara feik,“ segir Vilhelm Gunnarsson, formaður Blaðaljósmyndarafélags Íslands, um orlofsblað Sameykis.
Þema blaðsins er fuglar í íslenskri náttúru en myndirnar eru gerðar með gervigreind. Vera Sveinbjörnsdóttir framkvæmdastjóri Myndstefs segir að enn sé mörgum spurningum ósvarað varðandi gervigreind. „Tæknin er góð til síns brúks en við höfum áhyggjur af því að verið sé að sniðganga höfunda.“
Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag.