Samskip telja skýrsluna byggja á röngum forsendum

Arnarfell á siglingu. Samskip hefur hlotið gullvottun EcoVadis.
Arnarfell á siglingu. Samskip hefur hlotið gullvottun EcoVadis. Ljósmynd/Samskip

Samskip segja niðurstöðu frummats um samráð Eimskips og Samskipa byggja á röngum forsendum.

Samkvæmt frummatinu, sem unnið var fyrir Félag atvinnurekenda, Neytendasamtökin og VR, kostaði ólögmætt samráð skipafélaganna íslenskt samfélag tæplega 62 milljarða króna á árunum 2008 til 2013.

Félagið hefur skilað inn ítarlegum andmælum

Ágústa Hrund Steinarsdóttir, forstöðumaður markaðs- og samskiptadeildar Samskipa, segir Samskip telja niðurstöðuna í skýrslu Analytica byggja á röngum forsendum.

Analytica vann frummatið fyrir Félag atvinnurekenda, Neytendasamtökin og VR.

„Félagið hefur skilað ítarlegum andmælum þar sem meintu samráði er hafnað. Félögin sem pöntuðu skýrslu Analytica leggja útreikninginn þannig upp að hann byggi eingöngu á ákvörðun Samkeppniseftirlitsins síðasta haust.

Þar er hins vegar ekki um endanlega niðurstöðu að ræða enda hefur ákvörðun Samkeppniseftirlitsins verið skotið til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Málið er þar enn til meðferðar,“ segir í svari Samskipa við fyrirspurn mbl.is.

Í svari Eimskips við fyrirspurn mbl.is segir að fyrirtækið sé enn að rýna í skýrsluna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert