Samskip telja skýrsluna byggja á röngum forsendum

Arnarfell á siglingu. Samskip hefur hlotið gullvottun EcoVadis.
Arnarfell á siglingu. Samskip hefur hlotið gullvottun EcoVadis. Ljósmynd/Samskip

Sam­skip segja niður­stöðu frummats um sam­ráð Eim­skips og Sam­skipa byggja á röng­um for­send­um.

Sam­kvæmt frummat­inu, sem unnið var fyr­ir Fé­lag at­vinnu­rek­enda, Neyt­enda­sam­tök­in og VR, kostaði ólög­mætt sam­ráð skipa­fé­lag­anna ís­lenskt sam­fé­lag tæp­lega 62 millj­arða króna á ár­un­um 2008 til 2013.

Fé­lagið hef­ur skilað inn ít­ar­leg­um and­mæl­um

Ágústa Hrund Stein­ars­dótt­ir, for­stöðumaður markaðs- og sam­skipta­deild­ar Sam­skipa, seg­ir Sam­skip telja niður­stöðuna í skýrslu Ana­lytica byggja á röng­um for­send­um.

Ana­lytica vann frummatið fyr­ir Fé­lag at­vinnu­rek­enda, Neyt­enda­sam­tök­in og VR.

„Fé­lagið hef­ur skilað ít­ar­leg­um and­mæl­um þar sem meintu sam­ráði er hafnað. Fé­lög­in sem pöntuðu skýrslu Ana­lytica leggja út­reikn­ing­inn þannig upp að hann byggi ein­göngu á ákvörðun Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins síðasta haust.

Þar er hins veg­ar ekki um end­an­lega niður­stöðu að ræða enda hef­ur ákvörðun Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins verið skotið til áfrýj­un­ar­nefnd­ar sam­keppn­is­mála. Málið er þar enn til meðferðar,“ seg­ir í svari Sam­skipa við fyr­ir­spurn mbl.is.

Í svari Eim­skips við fyr­ir­spurn mbl.is seg­ir að fyr­ir­tækið sé enn að rýna í skýrsl­una. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert