Bráðum hægt að skila hitablásurunum

Tekið verður á móti láns hitablásurum í Grófinni í næstu …
Tekið verður á móti láns hitablásurum í Grófinni í næstu viku. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tekið verður við hitablásurum sem íbúar á Reykjanesskaga fengu að láni, í kjölfar síðasta eldgoss, í næstu viku. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum.

Um er að ræða hitablásara sem íbúarnir fengu að láni þegar heitavatnslaust varð á Suðurnesjum í kjölfar þess að Njarðvíkuræðin fór í sundur þegar gaus á Reykjanesskaga þann 8. febrúar. 

Þörfin lítil

Heitt vatn komst aftur á bæinn þann 12. febrúar og hafa íbúar síðan þá geta notað heitt vatn til að kynda húsin sín. Þörfin á hitablásurum er þannig jafn lítil og var áður en Njarðvíkuræðin fór í sundur og því kominn tími til að skila hitablásurunum. 

Tekið verður á móti þeim hitablásurum sem íbúar fengu að láni í Grófinni 12B í Reykjanesbæ á þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag í næstu viku milli klukkan 17.00 og 20.00. 

  • Þriðjudaginn 27. febrúar milli klukkan 17 og 20
  • Miðvikudaginn 28. febrúar milli klukkan 17 og 20
  • Fimmtudagur 29. febrúar milli klukkan 17 og 20
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert