Dómur meira en tvöfaldaður í nauðgunarmáli

Landsréttur féllst á það með ákæruvaldinu að brotið ætti heima …
Landsréttur féllst á það með ákæruvaldinu að brotið ætti heima undir 1. mgr. 194. gr. hegningarlaga. mbl.is/Jón Pétur

Lands­rétt­ur þyngdi í dag dóm Héraðsdóms Norður­lands eystra yfir Gareese Jos­hua Gray, fyr­ir nauðgun gegn ólögráða stúlku, um fimmtán mánuði.

Héraðsdóm­ur hafði dæmt Gareese í níu mánaða fang­elsi en Lands­rétt­ur þyngdi dóm­inn í tvö ár.

Þá staðfesti Lands­rétt­ur niður­stöðu héraðsdóms um að Gareese yrði gert að greiða brotaþola miska­bæt­ur að fjár­hæð 1.100.000 kr.

Hunsaði beiðnir stúlk­unn­ar um að hætta

Gareese var ákærður þann 15. sept­em­ber árið 2022, þá tutt­ugu ára gam­all, fyr­ir að hafa nauðgað stúlku á heim­ili henn­ar í júlí árið á und­an.

Er kyn­ferðismök­un­um lýst í ákær­unni sem svo að Gareese hafi sest klof­vega ofan á stúlk­una, haldið henni niðri og nuddað getnaðarlim sín­um við and­lit henn­ar þar til hann fékk sáðlát yfir and­lit stúlk­unn­ar.

Stúlk­an lýsti því enn frem­ur fyr­ir lands­rétti að hné manns­ins hefðu verið upp við báða hand­leggi henn­ar á meðan brot­inu stóð.

Þá kvaðst hún hafa reynt að ýta Gareese af sér og reynt að snúa sér und­an hon­um en án ár­ang­urs. Þá hafi Gareese ít­rekað hunsað beiðni henn­ar um að hætta.

Lands­rétt­ur féllst á heim­færslu ákvæðis­ins

Í ákæru máls­ins er brotið talið vera nauðgun og varða við 1. mgr. 194. grein­ar al­mennra hegn­ing­ar­laga, en ákvæðið kveður á um að hver sem hef­ur sam­ræði eða önn­ur kyn­ferðismök við mann án samþykk­is ger­ist sek­ur um nauðgun.

Héraðsdóm­ur féllst ekki á það með ákæru­vald­inu að hátt­semi Gareese, eins og brotaþoli lýsti henni fyr­ir dómi, félli und­ir hug­takið „önn­ur kyn­ferðismök“ í skiln­ingi 1. mgr. 194. gr. hegn­ing­ar­laga og var hann því sak­felld­ur fyr­ir brot gegn 209. grein lag­anna, en sú grein hef­ur í dóma­fram­kvæmd verði tal­in fela í sér brot gegn blygðun­ar­semi.

Lands­rétt­ur komst aft­ur á móti að þeirri niður­stöðu að þar sem ger­and­inn hefði verið staðsett­ur í sama rými og brotaþoli þegar brotið átti sér stað, félli það und­ir „önn­ur kyn­ferðis­brot“ í skiln­ingi 1. mgr. 194. gr. hegn­ing­ar­laga.

„Hef­ur í dóma­fram­kvæmd verið miðað við hvort ger­andi sé stadd­ur í sama rými og brotaþoli og viðhafi þar hátt­semi gagn­vart brotaþola sem hafi kyn­ferðis­legt gildi fyr­ir ger­anda þannig að hún komi í staðinn fyr­ir eða bæti upp hefðbundið sam­ræði,“ seg­ir í dómn­um.

Greiðir miska­bæt­ur og áfrýj­un­ar­kostnað

Var niðurstaða Lands­rétt­ar því sú að brot Gareese hefði rétti­lega verið heim­fært til ákvæðis­ins í ákær­unni og hæfi­leg refs­ing ákveðin fang­elsi í tvö ár.

Ákvörðun héraðsdóms um miska­bæt­ur var staðfest og Gareese gert að greiða all­an áfrýj­un­ar­kostnað máls­ins að upp­hæð 3.070.219 kr.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert