Ekki heil brú í áformum um Fossvogsbrú?

Bergþóra Þorkelsdóttir, Bragi Valdimar Skúlason og Inga Sæland verða gestir …
Bergþóra Þorkelsdóttir, Bragi Valdimar Skúlason og Inga Sæland verða gestir Stefáns Einars Stefánssonar í Spursmálum í dag. Samsett mynd

Bergþóra Þorkelsdóttir forstjóri Vegagerðarinnar mun sitja fyrir svörum í næsta þætti af Spursmálum sem sýndur verður í beinu streymi hér á mbl.is kl. 14 í dag.

Krefjandi spurningum verður beint að forstjóranum og knúið á um svör hver áform Vegagerðarinnar eru annars vegar um Sundabrú og hins vegar um Fossvogsbrú, sem töluvert hafa verið í umræðunni upp á síðkastið.

Kostnaðaráætlun við landmótun og yfirborðsfrágang á Fossvogsbrú hefur hlotið töluverða gagnrýni í samfélaginu undanfarið. Þykir almenningi ekki heil brú í því hversu langt áætlunin hefur farið fram úr þeim kostnaði sem áætlaður var í upphafi og kynntur í frumdrögum framkvæmdanna. 

Fréttir vikunnar fjörugri sem aldrei fyrr

Yfirferð á helstu fréttum vikunnar verður einnig á sínum stað í Spursmálum í dag. Baggalúturinn, texta- og hugmyndasmiðurinn Bragi Valdimar Skúlason mætir í settið ásamt þingkonunni Ingu Sæland, til að fara yfir helstu fréttir vikunnar. Má því búast við að yfirferðin verði með örlítið fjörugri hætti en vanalega. 

Ekki missa af Spursmálum hér á mbl.is á slaginu kl. 14 í dag. Þátturinn verður sýndur í beinu streymi og er öllum aðgengilegur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert