Full samstaða innan breiðfylkingar

Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins
Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins mbl.is/Kristinn Magnússon

Vil­hjálm­ur Birg­is­son, formaður Starfs­greina­sam­bands­ins, seg­ir fulla sam­töðu meðal full­trúa breiðfylk­ing­ar stétt­ar­fé­laga við samn­ings­borðið með SA, þegar blaðamaður spyr um nún­ing í þeirra röðum. Fyr­ir­hugað er að funda áfram um helg­ina og gæti sú vinna teygst yfir í næstu viku.

Hann seg­ir við mbl.is að enn sé unnið á fullu að samn­ings­gerð og að for­sendu­ákvæðin hafi verið kláruð í gær.

Spurður um dag­inn í dag seg­ir Vil­hjálm­ur: „Það verður fundað með hinum ýmsu hóp­um í dag. Það er meðal ann­ars verið að skipu­leggja vinn­una nú um helg­ina.“

Hann ger­ir því ráð fyr­ir áfram­hald­andi fund­ar­höld­um um helg­ina og tel­ur vinn­una jafn­vel geta teygst fram í næstu viku.

„Þetta tek­ur alltaf ein­hverja daga, al­veg á hreinu. Helg­in er und­ir og eitt­hvað fram í næstu viku al­veg ör­ugg­lega.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert