Full samstaða innan breiðfylkingar

Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins
Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins mbl.is/Kristinn Magnússon

Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir fulla samtöðu meðal fulltrúa breiðfylkingar stéttarfélaga við samningsborðið með SA, þegar blaðamaður spyr um núning í þeirra röðum. Fyrirhugað er að funda áfram um helgina og gæti sú vinna teygst yfir í næstu viku.

Hann segir við mbl.is að enn sé unnið á fullu að samningsgerð og að forsenduákvæðin hafi verið kláruð í gær.

Spurður um daginn í dag segir Vilhjálmur: „Það verður fundað með hinum ýmsu hópum í dag. Það er meðal annars verið að skipuleggja vinnuna nú um helgina.“

Hann gerir því ráð fyrir áframhaldandi fundarhöldum um helgina og telur vinnuna jafnvel geta teygst fram í næstu viku.

„Þetta tekur alltaf einhverja daga, alveg á hreinu. Helgin er undir og eitthvað fram í næstu viku alveg örugglega.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert