Hefja viðræður vegna uppgjörs á ÍL-sjóði

mbl.is/Jón Pétur

Fjár­mála- og efna­hags­ráðherra, fyr­ir hönd ÍL-sjóðs og ís­lenska rík­is­ins, og full­trú­ar 18 líf­eyr­is­sjóða hafa ákveðið að hefja viðræður um upp­gjör á skulda­bréf­um sjóðsins.

Líf­eyr­is­sjóðirn­ir sem umræðir fara sam­an með stærst­an hluta skulda­bréfa sem ÍL-sjóður er út­gef­andi að.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu ráðuneyt­is­ins. 

Þar seg­ir að mark­mið viðræðnanna sé að ná sam­komu­lagi sem fel­ur í sér að skulda­bréf­in verði gerð upp að fullu og skil­yrði sköpuð fyr­ir slit­um ÍL-sjóðs.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka