Lengur opið á rauðum dögum en fleiri viðhaldsdagar

Breytingar verða á opnunartíma sundlauga.
Breytingar verða á opnunartíma sundlauga. mbl.is/Sigurður Bogi

Opnunartími sundlauga verður lengdur á frídögum en styttur um helgar samkvæmt tillögu sem samþykkt hefur verið í menningar-,íþrótta- og tómstundaráði. Þá verður „viðhaldslokun“ lauga lengd um þrjá daga úr fimm dögum í átta.

Sem dæmi mun opnunartími verða 219 klukkustundir um næstu jól en var 93 klukkustundir jólin 2023. Einungis verður lokað í öllum laugum á jóladag.

Hins vegar mun opnunartími helgar frá 1.apríl vera til 21.00 á laugardögum og sunnudögum í stað 22.00 eins og var áður.

Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að með þessu sé verið að bregðast við gangrýni sem snéri að því að fjórum laugum af sjö var lokað á tilteknum dögum um síðustu jól. Varð eftirspurn í hinum laugunum þremur „langt umfram þolmörk“ lauganna. En jafnframt segir að með þessu breytta skipulagi megi ná hagræðingarmarkmiðum. 

Nánar á vef Reykjavíkurborgar 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka