Óbyggðanefnd hafnaði í gær beiðni Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur, fjármála- og efnahagsráðherra, um að nefndin endurskoðaði afstöðu sína varðandi svæði 12 og hæfi nýja málsmeðferð.
Um er að ræða þjóðlendumálið sem verið hefur til umfjöllunar að undanförnu.
Þórdís Kolbrún lagði fram beiðni sína í bréfi hinn 16. febrúar. Það má kalla tilmæli því óbyggðanefnd heyrir ekki undir fjármála- og efnahagsráðuneytið heldur heyrir hún undir forsætisráðuneytið.
Nefndin tók málið fyrir í vikunni og telur að hún myndi ekki einfalda málsmeðferðina gagnvart hugsanlegum rétthöfum á svæði 12. Hugmynd ráðherrans gekk út á að málsmeðferðin yrði með viðbótarþrepi samkvæmt 10. grein laga um þjóðlendur.
Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag.