Öll skrifað undir nema VR og LÍV

Samningafundur breiðfylkingar og SA í Karphúsinu.
Samningafundur breiðfylkingar og SA í Karphúsinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Breiðfylking stéttarfélaga innan Alþýðusambandsins og Samtök atvinnulífsins hafa náð samkomulagi um forsenduákvæðin hvað varðar þróun verðbólgu og vaxta. Þetta herma heimildir Morgunblaðsins. Deiluaðilar sátu á fundi í Karphúsinu í tæpar ellefu klukkustundir í gær en á áttunda tímanum í gærkvöld var fundi frestað og nýr fundur boðaður klukkan 9 í dag.

Þetta var annar fundur breiðfylkingarinnar og Samtaka atvinnulífsins frá því að viðræðunum var slitið hinn 9. þessa mánaðar. Breiðfylkingin sleit viðræðunum og sagði ásteytingarsteininn vera forsenduákvæði um þróun verðbólgu og vaxta.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hafa nú öll félögin innan breiðfylkingarinnar skrifað undir samkomulagið nema VR og LÍV. Mun afstaða þeirra skýrast á morgun. 

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka