Öll skrifað undir nema VR og LÍV

Samningafundur breiðfylkingar og SA í Karphúsinu.
Samningafundur breiðfylkingar og SA í Karphúsinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Breiðfylk­ing stétt­ar­fé­laga inn­an Alþýðusam­bands­ins og Sam­tök at­vinnu­lífs­ins hafa náð sam­komu­lagi um for­sendu­ákvæðin hvað varðar þróun verðbólgu og vaxta. Þetta herma heim­ild­ir Morg­un­blaðsins. Deiluaðilar sátu á fundi í Karp­hús­inu í tæp­ar ell­efu klukku­stund­ir í gær en á átt­unda tím­an­um í gær­kvöld var fundi frestað og nýr fund­ur boðaður klukk­an 9 í dag.

Þetta var ann­ar fund­ur breiðfylk­ing­ar­inn­ar og Sam­taka at­vinnu­lífs­ins frá því að viðræðunum var slitið hinn 9. þessa mánaðar. Breiðfylk­ing­in sleit viðræðunum og sagði ásteyt­ing­ar­stein­inn vera for­sendu­ákvæði um þróun verðbólgu og vaxta.

Sam­kvæmt heim­ild­um Morg­un­blaðsins hafa nú öll fé­lög­in inn­an breiðfylk­ing­ar­inn­ar skrifað und­ir sam­komu­lagið nema VR og LÍV. Mun afstaða þeirra skýr­ast á morg­un. 

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka