Rúta bilaði í Hvalfjarðargöngum

Hvalfjarðargöng.
Hvalfjarðargöng. mbl.is/Árni Sæberg

Hvalfjarðargöngunum var lokað um hálfníuleytið í morgun vegna rútu sem var stopp í göngunum.

Umferð verður hleypt í gegn til skiptis, að því er kemur fram í færslu á vef Vegagerðarinnar.

Slökkviliðið á Akranesi var ekki kallað á vettvang vegna málsins og er útlit fyrir að rútan hafi bilað. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur sömuleiðis ekki þurft að sinna óhappinu. 

Uppfært kl. 9.17: 

Að sögn G. Péturs Matthíassonar, upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar, er verið að draga rútuna upp úr göngunum vegna bilunar sem varð og verða göngin opnuð í kjölfarið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert