Stal munum á veitingastað

Lögreglan að störfum.
Lögreglan að störfum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um þjófnað á munum á veitingastað í hverfi 105 í Reykjavík.

Þjófurinn var handtekinn og gistir hann nú fangaklefa.

Ofurölvi og slasaður

Í Grafarvogi var tilkynnt um ofurölvi einstakling. Erfitt var að ræða við hann sökum ástands og var hann jafnframt slasaður á höfði. Hann var fluttur á slysadeild til frekari aðhlynningar.

Einn ökumaður var handtekinn grunaður um ölvun við akstur í miðbæ Reykjavíkur, að því er segir í dagbók lögreglunnar vegna verkefna frá klukkan 17 í gær til kl. 5 í morgun.

Ástand yfir 200 ökumanna skoðað

Tilkynnt var um ágreining á milli fólks í Breiðholtinu, auk þess sem kannað var ástand yfir 200 ökumanna í kringum skólaball í hverfi 220 í Hafnarfirði. Ökumenn voru til fyrirmyndar og var enginn ölvaður undir stýri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert