Tveir heppnir miðaeigendur skiptu með sér fyrsta vinningi í úrdrætti Eurojackpot í kvöld og skipta þeir með sér rúmum tveimur milljörðum.
Miðarnir voru keyptir í Svíþjóð og Þýskalandi.
Fjórir miðaeigendur skiptu með sér öðrum vinningi og fær hver þeirra rúmar 17 milljónir í sinn hlut. Miðarnir voru keyptir í Danmörku, Eistlandi, Noregi og Finnlandi.
Þá fengu ellefu heppnir miðaeigendur þriðja vinning og skipta þeir með sér rúmlega 14 milljónum. Átta miðanna voru keyptir í Þýskalandi en aðrir í Svíþjóð, Noregi og Hollandi.
Tveir heppnir Íslendingar hrepptu annan vinninginn í jóker kvöldsins og fá 100 þúsund krónur í sinn hlut. Miðarnir voru keyptir á N1 við Bíldshöfða í Reykjavík og á lottó.is.