Umræðu frestað: „Kunnuglegt stef“

Umræða um frumvarp dómsmálaráðherra frestast um rúma viku.
Umræða um frumvarp dómsmálaráðherra frestast um rúma viku. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fyrsta umræða um frum­varp dóms­málaráðherra, um breyt­ing­ar á út­lend­inga­lög­um, fór ekki fram í kvöld á Alþingi líkt og dag­skrá gerði ráð fyr­ir. 

Þing kem­ur ekki sam­an að nýju fyrr en 4. mars, eft­ir kjör­dæm­a­viku þing­manna, og frest­ast því umræðan um rúma viku.

Hild­ur Sverr­is­dótt­ir, þing­flokks­formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, seg­ir umræðu um Grinda­vík­ur­mál­in hafa gengið mjög hægt í dag sem komi þó ekki á óvart í ljósi þess að út­lend­inga­mál­in voru næsti dag­skrárliður. Seg­ir hún aug­ljóst í hvað stefndi.

Voru frum­vörp­in um kaup á íbúðar­hús­næði Grind­vík­inga og rekstr­arstuðning ekki samþykkt fyrr en eft­ir miðnætti.

Varla til­vilj­un

„Það er varla til­vilj­un þegar önn­ur mál um Grinda­vík hafa gengið mun hraðar fyr­ir sig hingað til enda í þver­póli­tískri sam­stöðu.“

Mætti jafn­vel kalla þetta málþóf.

„Þetta er alla­vega kunn­ug­legt stef úr þing­hús­inu eins og hef­ur verið öll fyrri ár þegar út­lend­inga­mál eru sett af okk­ur á dag­skrá þings­ins.“

Til að koma ekki af­greiðslu Grinda­vík­ur­mál­anna í upp­nám seg­ir Hild­ur að ákvörðun hafi verið tek­in um að taka út­lend­inga­lög­in af dag­skrá, svo hægt yrði að af­greiða hin mál­in.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert