Samninganefndir fagfélaga iðn- og tæknifólks samþykkti á fjölmennum fundi í dag að stofna aðgerðarhóp til að undirbúa verkfallsaðgerðir. Þetta kom fram í tilkynningu sem send var út í dag.
„Fagfélögin hafa í samfloti fleiri félög vinnandi stétta freistað þess að ná kjarasamningi við Samtök atvinnulífsins fyrir almennan vinnumarkað. Þær viðræður hafa dregist á langinn og enn sér ekki til lands.”
Í tilkynningunni segir að um hundarð manns hafi mætt á fund í Húsi fagfélaganna. Á þeim fundi hafi Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður fagfélaganna sagt að lítið hafi áunnist við samningsborðið í Karphúsinu og fátt bendi til þess að skrifað verði undir kjarasamninga á næstu dögum. Við þá stöðu geti samninganefndir fagfélaganna ekki unað og muni þær fyrir vikið láta sverfa til stáls.
Tillögum um verkfallsaðgerðir verður skilað á föstudag eftir viku.