Þorlákur Einarsson
Aðildarfélög Landssamands íslenskra verslunarmanna (LÍV) funda nú fyrir hádegi, en þar er farið yfir stöðu samningaviðræðna breiðfylkingarinnar og Samtaka atvinnulífsins (SA). Samkvæmt heimildum mbl.is hófust fundarhöld klukkan 10.
Vitað er að deiluaðilar sátu í Karphúsinu í tæpar ellefu klukkustundir í gær en boðað var til nýs fundar klukkan níu í morgun.
Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hafa nú öll félögin innan breiðfylkingarinnar skrifað undir samkomulagið nema VR og LÍV. Hafði breiðfylkingin, utan VR og LÍV, náð samkomulagi við SA um forsenduákvæði í samningum hvað varðar að skapa skilyrði sem styðja við markmið um að ná niður verðbólgu og vöxtum, en það hafði verið helsti ásteytingarsteinninn í viðræðunum.