Blása lífi í gamla bæinn í Borgarnesi

Mynd úr þrívíddarlíkani sem sýnir Brákartorg, Skallagrímstorg og ásinn á …
Mynd úr þrívíddarlíkani sem sýnir Brákartorg, Skallagrímstorg og ásinn á milli þeirra úr lofti. Gönguleið tengir torgin. Teikningar/Alternance

Með tveimur nýjum almenningstorgum í Borgarnesi á að fegra bæinn og styrkja hann sem sögustað. Þá er þeim meðal annars ætlað að efla bæinn sem ferðamannastað og laða að nýja íbúa.

Annars vegar með nýju miðbæjartorgi, Skallagrímstorgi/Kveldúlfstorgi milli Skallagrímsgarðs og Kveldúlfsvallar, og hins vegar með Landnámstorgi/Brákartorgi, norðan Brákareyjarbrúar.

Hluti ef Evrópuverkefni

Verkefnið heitir Sögutorgin og felur í sér forhönnun þessara tveggja torga og ássins á milli þeirra með þátttöku íbúa og annarra hagsmunaaðila í Borgarnesi, að því er segir á vef verkefnisins, sogutorgin.is.

Arkitektastofan Alternance fer með hönnunina en áformin eru hluti af Evrópuverkefninu Human Cities – SMOTIES og unnin fyrir Borgarbyggð og í samstarfi við Landbúnaðarháskóla Íslands.

Á vefsíðu verkefnisins er það sett í samhengi við sögu Borgarness. Fyrsta húsið var reist í Borgarnesi árið 1857 í Englendingavík og árið 1867 fékk Borgarnes löggildingu sem verslunarstaður og kauptún.

Aftur til landnáms

„Saga Borgarness nær aftur til landnáms. Í Egils sögu segir að Skallagrímur og faðir hans Kveldúlfur hafi siglt frá Noregi til Íslands í lok 9. aldar en Kveldúlfur lést áður en til Íslands var komið. Til að efna hans hinstu ósk var kistunni kastað fyrir borð í Borgarfirði og tók Skallagrímur sér bólstað þar sem hana rak að landi á Digranesi, sem nú heitir Borgarnes,“ segir þar jafnframt.

Birgir Þröstur Jóhannsson, stofnandi Alternance, segir verkefnið snúast um ráðgjöf, rannsóknir, samráð og frumhönnun almenningsrýma en það sé framhald af rannsókn á skipulagi Borgarness sem unnin var af Alternance fyrir Borgarbyggð. Lögð sé áhersla á heildarsamhengi og á bætta götumynd. Hlutföll og gerð bygginga, notkun þeirra, yfirborðsfrágangur, gróðurreitir, götugögn og bílastæði séu hluti af forhönnuninni.

Mun ítarlegri umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu sem kom út fimmtudaginn 22. febrúar.

Birgir Þröstur Jóhannsson, Astrid Lelarge og Páll Jakob Líndal hafa …
Birgir Þröstur Jóhannsson, Astrid Lelarge og Páll Jakob Líndal hafa unnið frumdrögin. mbl.is/Kristinn Magnússon
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert