Stefán Einar Stefánsson
Í tilkynningu Vegagerðarinnar frá því í byrjun febrúar var það meðal annars nefnt sem ástæða fyrir hækkandi kostnaðarmati á brú yfir Fossvog að stálverð hefði hækkað gríðarlega vegna stríðsátakanna í Úkraínu.
Í viðtali í Spursmálum var Bergþóru Þorkelsdóttur, forstjóra Vegagerðarinnar, bent á að stálverð nú væri á svipuðum slóðum og árið 2019 og gæti því ekki talist röksemd fyrir því að kostnaður við brúarframkvæmdina væri nú áætlaður tæpir 9 milljarðar í stað 5 milljarða eins og lagt var upp með.
Benti forstjórinn þá á að þarna hefði starfsmanni stofnunarinnar orðið á í messunni, hann farið áravillt og fréttin stæði nú leiðrétt á vefnum. Ekki kemur fram í frétt Vegagerðarinnar að hún hafi verið leiðrétt eða vegna hvers. Hins vegar stendur fullyrðingin óhögguð í samsvarandi frétt á heimasíðu Betri samgangna þar sem segir:
„Sigurtillagan er stálbrú og hefur stálverð hækkað um 50% á heimsvísu á undanförnum árum. Þessa miklu hækkun má rekja til viðvarandi stríðsátaka í Úkraínu.“
Viðtalið við Bergþóru má sjá og heyra í heild sinni hér: