Einn áfram í gæsluvarðhaldi vegna skotárásar

Einn maður er í gæsluvarðhaldi í tengslum við skotárás í …
Einn maður er í gæsluvarðhaldi í tengslum við skotárás í íbúð í Hafnarfirði á aðfangadagskvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Einn maður er enn í gæsluvarðhaldi vegna skotárásar sem átti sér stað í Hafnarfirði á aðfangadagskvöld.

Tveir menn voru hnepptir í gæsluvarðhald vegna málsins en öðrum þeirra var sleppt úr haldi þegar gæsluvarðhaldið rann út þann 8. þessa mánaðar.

Þetta staðfestir Elín Agnes Kristínardóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, við mbl.is en hún segir að málið sé enn til rannsóknar hjá lögreglunni.

Hleyptu af skotum í íbúð í Álfholti

Skotárásin átti sér stað í íbúð í Álfholti. Heimilisfólk var á staðnum þegar skotunum var hleypt af en enginn særðist. Í kjölfarið vopnaðist lögregla og hafði mikinn viðbúnað.

Tveir menn voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald þann 28. desember til 4. janúar sem var síðar framlengt til 11. janúar og aftur til 8. febrúar. Þá var öðrum manninum sleppt en hinn er áfram í gæsluvarðhaldi.

Elín Agnes segir við mbl.is að rannsókn sé enn í gangi í tengslum við hnífstunguárás í vesturbæ Reykjavíkur í síðasta mánuði en maður á fimmtugsaldri sem er grunaður um verknaðinn var handtekinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert