Heitt vatn komið á Grindavíkurbæ

Lögnin er ekki ný heldur var ákveðið að endurnýta eldri …
Lögnin er ekki ný heldur var ákveðið að endurnýta eldri lögn sem ekki var lengur í notkun. Ljósmynd/HS Veitur/Ozzo

Heitt vatn er nú komið aftur á Grindavíkurbæ og er áætlað að eðlilegur þrýstingur verði kominn á hitaveituna eftir helgi. 

Þetta kemur fram í tilkynningu HS Veitna.

Ný hjáveitulögn var tengd við hitaveituna í dag og gengu framkvæmdir vel. Lokað var fyrir heitavatnið í morgun á meðan framkvæmdir stóðu.

Skemmdir urðu á hitaveitulögninni frá Svartsengi til bæjarins með þeim afleiðingum að um helmingur af heitavatninu sem sent var frá orkuverinu til Grindavíkur tapaðist á leiðinni. Lögnin lenti undir hrauni í eldgosinu þann 14. janúar.

Til stóð að gera við lögnina en aðstæður reyndust of krefjandi og var ákvörðun tekin um að leggja hjáveitulögn.

Í tilkynningu HS Veitna segir að hjáveitulögnin, sem nú búið er að leggja yfir nýja hraunið, sé ekki ný heldur hafi eldri lögn sem var ekki notkun verið endurnýtt.

Heitt vatn er komið aftur á Grindavíkurbæ.
Heitt vatn er komið aftur á Grindavíkurbæ. Ljósmynd/HS Veitur/Ozzo
Nýja lögnin liggur yfir hraunið.
Nýja lögnin liggur yfir hraunið. Ljósmynd/HS Veitur/Ozzo
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert