Land heldur áfram að rísa við Svartsengi

Frá síðasta eldgosi sem varð 8. febrúar.
Frá síðasta eldgosi sem varð 8. febrúar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Áfram er reiknað með að það geti dregið til tíðinda á Reykjanesskaganum í næstu viku en staðan hefur lítið breyst frá því í gær.

Þetta segir Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við mbl.is.

„Það er áframhaldandi landris við Svartsengi og það er rólegt hvað varðar skjálftavirknina á svæðinu,“ segir Lovísa.

Hún segir að haldi kvikusöfnun áfram með sama hraða og nú muni magn kviku ná þeim þröskuldi fyrri hluta næstu viku sem talið er að þurfi til að koma af stað næsta kvikuhlaupi eða eldgosi.

„Svo er spurning hvort það haldi sama formi og það byrji að gjósa stuttu eftir að þessum þröskuldi verði náð eða hvort það hlaðist ennþá meiri kvika,“ segir Lovísa.

Síðasta eldgos á Reykjanesskaganum varð 8. febrúar og var það sjötta gosið á tæpum þremur árum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert