Telur Rússa hafa áætlanir fyrir Keflavíkurflugvöll

Vladimír Pútín Rússlandsforseti og herþota norska hersins á Keflavíkurflugvelli.
Vladimír Pútín Rússlandsforseti og herþota norska hersins á Keflavíkurflugvelli. Samsett mynd/AFP/Eggert Jóhannesson

Líklegt þykir að borgaralegir innviðir á borð við flugvelli væru ofarlega á skotmarkalista Rússa, komi til þess að þeir ráðist á ríki Atlantshafsbandalagsins á næstu árum.

„Góðu fréttirnar fyrir Ísland eru að ég held ekki að landið ykkar yrði forgangsskotmark fyrir Rússa þegar kæmi að stigmögnun átakanna,“ segir Fabian Hoffmann, sér­fræðing­ur í varn­ar­mál­um og eld­flauga­hernaði, í ítarlegu samtali í Morgunblaðinu sem kom út á fimmtudag.

„Það eru stefnusmiðir í Evrópu sem eru nær Rússum og eru mikilvægari skotmörk fyrir þá,“ segir hann þegar talið berst að Keflavíkurflugvelli og varnarviðbúnaði Íslendinga.

Slæmu fréttirnar

„Slæmu fréttirnar eru þær að það eru engu að síður miklar líkur á því að Ísland yrði fyrir árásum, því að landið yrði að mikilvægri miðstöð fyrir Bandaríkjamenn og liðsflutninga þeirra til Evrópu, og það eru engar líkur á því að Rússar myndu líta framhjá því,“ segir Hoffmann, sem bætir við að hann hafi þó ekki innsýn í það hvernig Rússar teldu sig best geta mætt þeirri hættu.

„En ég er nokkuð viss um að þeir hafa áætlanir um hvernig þeir muni takast á við þennan flugvöll og mögulegan liðssafnað Bandaríkjamanna þar,“ segir Hoffmann.

Frá sjónarhóli Rússa myndu þeir hafa nokkuð góða ástæðu til þess að ráðast á Keflavík, ekki síst ef átökin dragast á langinn og Bandaríkjamenn fara að senda herlið yfir Atlantshafið í stórum stíl.

Tvö ár eru liðin um þess­ar mund­ir frá því Rúss­ar réðust inn í Úkraínu. Þess­um tíma­mót­um hafa verið gerð góð skil í Morg­un­blaðinu síðustu daga og svo verður áfram næstu daga.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert