Tilfærslur á ráðherrastólum

Stólar og fleiri húsgögn voru flutt á brott í vikunni.
Stólar og fleiri húsgögn voru flutt á brott í vikunni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Unnið var að því í vikunni að flytja stóla og annan húsbúnað úr Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu á annan tímabundinn fundarstað ríkisstjórnarinnar. Sem kunnugt er hafa endurbætur staðið yfir í Ráðherrabústaðnum undanfarna mánuði.

Samkvæmt upplýsingum frá forsætisráðuneytinu verða brunavarnir nú bættar, meðal annars með uppsetningu misturkerfis, og neysluvatnslagnir hússins endurnýjaðar. „Að því loknu verður aðgengi og aðstaða hreyfihamlaðra bætt, svo og vinnuaðstaða í eldhúsi og á efri hæð hússins. Samhliða þessu verða veggir, loft og gólf yfirfarin,“ segir í skriflegu svari ráðuneytisins við fyrirspurn Morgunblaðsins.

Þar segir jafnframt að lögð sé áhersla á að endurbætur taki mið af menningarsögulegu gildi hússins, öryggisþáttum og mikilvægu hlutverki hússins. „Vegna umfangs framkvæmda og rasks í húsinu var ákveðið að gera tímabundið hlé á fundarhaldi þar og flytja allan húsbúnað á annan tímabundinn fundarstað ríkisstjórnar,“ segir í svarinu en þar er ítrekað að endurgerð Ráðherrabústaðarins sé í samræmi við áherslur forsætisráðuneytisins um endurgerð, varðveislu og nýtingu menningarsögulegra bygginga.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert