Enginn lyfjafræðingur við apótekið á Patreksfirði

Enginn lyfjafræðingur er starfandi við apótekið á Patreksfirði.
Enginn lyfjafræðingur er starfandi við apótekið á Patreksfirði. mbl.is/Guðlaugur

Sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps lýsir alvarlegum áhyggjum yfir því að enginn lyfjafræðingur sé lengur starfandi við apótekið á Patreksfirði. Með því hafi þjónusta á sunnanverðum Vestfjörðum versnað til muna.

Þetta kemur fram í fundargerð sveitarstjórnar frá 15. febrúar, en hún tók fyrir erindi Jóhanns Arnar Hreiðarssonar, fulltrúa sveitarstjórnar, vegna vöntunar á starfandi lyfjafræðingi á sunnanverðum Vestfjörðum. Vefurinn bb.is greindi fyrst frá.

Segir í ályktun sveitarstjórnar að undanfarið hafi lyf ekki verið til á lager og panta þurfi lyfin með allt að þriggja daga fyrirvara, auk þess sem afgreiðsla taki nú mun lengri tíma en áður.

„Það starfsfólk sem nú starfar hjá Lyfju á Patreksfirði gerir sitt besta og á lof skilið fyrir sín störf, en það hefur ekki sérþekkingu lyfjafræðings og getur því ekki veitt þá þjónustu sem slíkur sérfræðingur veitir.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert