Hlýnar í dag

Eftir hádegi í dag snýst í hægt vaxandi suðlæga átt …
Eftir hádegi í dag snýst í hægt vaxandi suðlæga átt og hlýnar smám saman. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bjart og kalt veður er víða á landinu nú í morgunsárið en í dag nálgast lægð úr suðvestri og eftir hádegi snýst í hægt vaxandi suðlæga átt og hlýnar smám saman.

Þá þykknar jafnframt upp vestantil á landinu og þar má búast við rigningu eða snjókomu seint í kvöld þegar skil lægðarinnar ganga inn á land. Svo segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Í fyrramálið verður sunnan strekkingur eða allhvass vindur og víða rigning, en úrkomulítið um landið norðaustanvert. Hiti 2 til 8 stig.

Á morgun dregur smám saman úr vindi og úrkomu, en undir kvöld er útlit fyrir að næsta úrkomusvæði komi inn yfir landið með rigningu eða slyddu og kólnandi veðri.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert