Hóteleiganda gert að hætta starfsemi

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fór inn á hótel í hverfi 105 í dag þar sem að of margir gestir voru á staðnum.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu en reksturinn var einungis með leyfi fyrir heimagistingu. 

Þegar lögreglan kom á staðinn voru aftur á móti of margir gestir á staðnum og eiganda gert að hætta starfseminni.

Gestum var gefinn frestur til að yfirgefa húsnæðið og eigenda gefinn frestur til að koma gestum út. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert