Jarðskjálfti af stærðinni 3,2 mældist í Bárðarbungu í Vatnajökli laust fyrir klukkan 8 í morgun.
Samkvæmt upplýsingum á vef Veðurstofunnar var skjálftinn 4,4 km austsuðaustur af Bárðarbungu. Voru upptökin á 0,1 km dýpi.
Þetta er annar skjálftinn sem mælist yfir 3 á svæðinu síðustu daga en á föstudagskvöldið mældist skjálfti af stærðinni 3,1.