Mygla hefur greinst í Stjórnsýsluhúsi Norðurþings á Húsavík.
Í samtali við RÚV sagði Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri Norðurþings, að húsið við Ketilsbraut væri komið til ára sinna og að starfsfólk hefði grunað um nokkurt skeið að raki væri í húsinu.
Niðurstaða greiningar Verkís leiddi í ljós að mygla er á þremur stöðum, en kjallari hússins er verst farinn. Einn starfsmaður fann fyrir óþægindum eftir viðveru í húsinu og vinnur nú heiman frá. Að öðru leyti hefur myglan lítil áhrif á starfsemina.
Í fundargerð byggðarráðs Norðurþings frá 15. febrúar segir að ráðið feli sveitarstjóra að vinna að því að finna lausn á framtíðar húsnæðismálum stjórnsýslunnar á Húsavík með það að markmiði að hagræða í húsakosti sveitarfélagsins.
Að sögn Katrínar mun byggðarráð fjalla um málið á fimmtudag og þá vonandi skýrist hvort að bæjarskrifstofunnar verði fluttar.