Safna 30 milljónum fyrir Palestínu

Landssöfnun Solaris fyrir Palestínu hefur safnað 30 milljónum króna.
Landssöfnun Solaris fyrir Palestínu hefur safnað 30 milljónum króna. mbl.is/Kristinn Magnússon

Solaris, hjálparsamtök fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi, hafa safnað 30 milljónum króna í landssöfnun sinni fyrir Palestínu. 

Í tilkynningu segir að 3.000 einstaklingar ásamt fyrirtækjum og félagssamtökum hafi lagt söfnuninni lið, til þess að koma dvalarleyfishöfum í Palestínu á grundvelli fjölskyldusameiningar til Íslands. 

Vantar 25 milljónir til viðbótar

Í tilkynningu segir enn fremur að eftir eigi að sækja hóp dvalarleyfishafa, en hópurinn samanstendur af 32 mæðrum, 49 börnum og 9 feðrum. 

Þá segir að safna þurfi 25 milljónum til viðbótar til þess að koma hópnum til Íslands. 

Söfnuninni var hleypt af stað í byrjun febrúar eftir að sjálfboðaliðum tókst að koma dvalarleyfishöfum frá Gasa án aðkomu íslenskra stjórnvalda.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert