Veittust að öðrum með hníf í sundlaug

Enginn reyndist slasaður.
Enginn reyndist slasaður. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögreglu barst tilkynning í gærkvöldi um einstaklinga veitast að öðrum með hníf í sundlaug á höfuðborgarsvæðinu.

Enginn reyndist slasaður og er málið til rannsóknar, að því er fram kemur í dagbók lögreglu.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í ýmsu að snúast í gærkvöldi og nótt en meðal annars var tilkynnt um slagsmál og tvær líkamsárásir í miðbæ Reykjavíkur, en önnur átti sér stað á skemmtistað.

Þá var manni sem svaf ölvunarsvefni á gangstétt ekið heim til sín.

Lögregla hafði einnig afskipti af tveimur ökumönnum sem reyndust vera undir áhrifum fíkniefna. Ökumennirnir voru handteknir og fluttir á lögreglustöð en þeir látnir lausir að blóðsýnatöku lokinni.

Þá handtók lögregla mann sem reyndi að stofna til slagsmála við gesti og starfsmenn á skemmtistað í miðbænum. Maðurinn reyndist mjög ölvaður og var hann handtekinn sökum ástands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert