Gert er ráð fyrir hvössum vindstrengjum við fjöll með hviðum um 35 m/s frá Öræfum og austur á Djúpavog í fyrramálið og fram á hádegi.
Á sama tíma má gera ráð fyrir erfiðum akstursskilyrðum og að blint verið í snjókomu á fjallvegum norðaustantil á landinu, einkum frá Eyjafirði og austur á Hérað, að því er fram kemur í tilkynningu frá veðurfræðingi Veðurstofu Íslands.