Eldgosin sex eru enn ráðgáta

Frá síðasta gosinu á Reykjanesskaganum, sem braust út 8. febrúar
Frá síðasta gosinu á Reykjanesskaganum, sem braust út 8. febrúar mbl.is/Hörður Kristleifsson

Eldgosið sem braust út 8. febrúar, það þriðja á tveimur mánuðum og það sjötta á þremur árum á Reykjanesskaganum, sker sig ekki úr frá yfirstandandi goshrinu hvað samsetningu kvikunnar varðar.

Kvikan í eldgosinu er því ólík öllum þeim hraunum sem rannsökuð hafa verið á skaganum til þessa, rétt eins og þau fimm eldgos sem á undan komu.

Þorvaldur segir að reynist þessi kenning rétt kunni möttulstrókurinn að …
Þorvaldur segir að reynist þessi kenning rétt kunni möttulstrókurinn að leiða af sér öðruvísi eldgos en orðið hafa áður í landshlutanum. Samsett mynd

Möttulstrókurinn gæti verið að styrkjast

Þetta segir Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði við Háskóla Íslands, í samtali við Morgunblaðið. Áður hefur blaðið greint frá þessari gjörólíku kviku, og hvernig henni svipar helst til hrauna sem runnið hafa úr Öskju og Veiðivötnum, og jafnvel Grímsvötnum.

Þá hefur Þorvaldur varpað fram þeirri kenningu að þetta kunni að skýrast af því að möttulstrókurinn undir landinu, sem á miðju sína undir Vatnajökli, hafi styrkst og teygt sig undir Reykjanesskagann með þessum afleiðingum.

Erfitt að segja til um þýðinguna

Þorvaldur segir að reynist þessi kenning rétt kunni möttulstrókurinn að leiða af sér öðruvísi eldgos en orðið hafa áður í landshlutanum.

„Hvort það þýði að þau verði aflmeiri eða stærri, eða hvort þau fari í hina áttina og verði aflminni – það er þó erfitt að segja til um,“ segir Þorvaldur.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag.  

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert