Eldur í húsi við Stekkjarbakka

Tveir dælu­bíl­ar eru á vett­vangi og tankbíll þar sem eng­inn …
Tveir dælu­bíl­ar eru á vett­vangi og tankbíll þar sem eng­inn bruna­hani er á staðnum. mbl.is/Árni Sæberg

Eldur logar í húsi í húsi við Stekkjarbakka í Elliðaárdalnum. 

Að sögn varðstjóra slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu rýkur vel úr húsinu. 

Tveir dælubílar eru á vettvangi og tankbíll þar sem enginn brunahani er á staðnum. 

Húsið hefur verið tómt í einhvern tíma svo ekki er talið að neinn sé inni í húsinu. 

Uppfært kl. 23.45:

Búið er að slökkva eldinn en einn dælubíll er enn á vettvangi til þess að ganga úr skugga um að ekki kvikni aftur í. 

Að sögn varðstjóra var ekki um mikinn eld að ræða, en töluverðan reyk lagði frá húsinu og þá var erfitt fyrir slökkviliðsmenn að komast að eldinum þar sem hann var í þaki hússins. 

Eldsupptök eru óljós. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert