Enskunotkun við kennslu eykst

Doktorsnemi í ensku telur að breyta þurfi áherslum í tungumálakennslu.
Doktorsnemi í ensku telur að breyta þurfi áherslum í tungumálakennslu. Ljósmynd/Colourbox

Sífellt færist í aukana að námsefni barna og unglinga sé á ensku. Doktorsnemi í ensku telur að breyta þurfi áherslum í tungumálakennslu til að undirbúa nemendur betur fyrir fræðilega texta í kennslubókum á framhaldsskóla- og háskólastigi.

Súsanna Björg Vilhjálmsdóttir, doktorsnemi í ensku, hlaut nýverið styrk frá Rannís til að vinna að rannsókn um ritun á grunn-, framhalds- og háskólastigi.

„Ég er í raun að skoða hvaða textategundir kennarar eru að leggja fyrir nemendur, á ensku og íslensku, sem og kennsluefnið og hvort hlutverk enskukennarans þurfi ekki endurskoðun út frá því að enska er notuð sem kennslumál á framhalds- og háskólastigi en ekki sem erlent mál.“

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert