Fundu fornleifar frá víkingaöld

Sýni voru tekin sem hægt væri að rannsaka nánar.
Sýni voru tekin sem hægt væri að rannsaka nánar. Ljósmynd/Minjastofnun

Fornleifar sem fundust undir íbúðarhúsi í Brautarholti á Kjalarnesi vorið 2022 hafa verið rannsakaðar af Minjastofnun. Þar fundust til að mynda snældusnúður, mögulega taflmaður, lóð og steinvala með rissi en líkur eru á að þar hafi verið búið á víkingaöld.

„Þetta er merkilegur fornleifafundur. Á Kjalarnesinu hafa ekki farið fram margar fornleifarannsóknir og Brautarholtið er ein af stóru jörðunum alveg frá upphafi. Ljóst er að fólk var í Brautarholti eftir árið 900. Þessar fornminjar eru frá víkingaöld og gætu verið frá 9. eða 10. öld. Alla vega ekki mikið síðar,“ segir Sólrún Inga Traustadóttir fornleifafræðingur en hún hafði umsjón með rannsókninni. Þórgunnur Snædal rúnasérfræðingur kom einnig að rannsókninni á steinvölunni.

Margrét Valmundsdóttir fornleifafræðingur við störf.
Margrét Valmundsdóttir fornleifafræðingur við störf. Ljósmynd/Minjastofnun

Landnámsöskulagið svokallaða féll yfir landið í eldgosi um árið 877 sem hjálpar til við að aldursgreina fornleifar. Ljóst er að fólk bjó í Brautarholti fljótlega eftir að lagið féll.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert