Getum ekki tekið við 500 flóttamönnum

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Inga Sæ­land, formaður Flokks fólks­ins er ósam­mála um að hægt sé að taka við 500 flótta­mönn­um á ári hingað til lands eins og sak­ir standa. Hún seg­ir landið upp­selt um þess­ar mund­ir og geng­ur því lengra en Guðrún Haf­steins­dótt­ir, sem í Dag­mál­um Morg­un­blaðsins sagði í liðinni viku að Ísland væri í fær­um til að taka á móti um það bil 500 flótta­mönn­um á ári.

    Inga er gest­ur nýj­asta þátt­ar Spurs­mála þar sem flótta­manna­mál voru meðal ann­ars til umræðu.

    Ólík­um hlut­um blandað sam­an

    „Ég er búin að taka eft­ir því í umræðunni að það er verið að blanda sam­an því fólki, þú tal­ar um hvort við eig­um að velja þá sem eru meira menntaðir eða annað slíkt. Við erum núna aðallega að tala um þann viðkvæma hóp fólks sem er að leita hér að alþjóðlegri vernd. Við erum að tala um hæl­is­leit­end­ur sem eru að leita að alþjóðlegri vernd. Það heyr­ir ekki einu sinni und­ir sömu ráðuneyti, ein­stak­ling­ar sem koma hér og vinna og halda í raun­inni uppi ökonomí­unni, efna­hags­kerf­inu, vinnu­markaðnum okk­ar. við vit­um að það eru yfir 75 þúsund ein­stak­ling­ar af er­lendu bergi sem eru bú­sett­ir á land­inu okk­ar. 20% þjóðar­inn­ar er af er­lendu bergi brot­in.“

    Seg­ir Inga að verið sé að blanda sam­an tveim­ur ólík­um mál­um þegar rætt er um inn­flytj­end­ur ann­ars veg­ar og flótta­menn hins veg­ar.

    „Mér finnst bara svo dap­urt þegar verið er að blanda sam­an því og þessu sem við erum að sjá núna. Yfir 4.155 hæliis­leit­end­ur óskuðu eft­ir alþjóðlegri vernd hérna í fyrra. Það voru ör­lítið fleiri, 4.300 árið 2023. Við erum að tala um alla Árborg og rúm­lega það sem er að sækja um hérna á tveim­ur árum. Kostnaður­inn er kom­inn yfir 35 millj­arða. Við lát­um bara eins og að sírennslið úr rík­is­sjóði sé bara ótæm­andi. Við get­um bara haldið áfram að nota fjár­muni rík­is­sjóðs í raun­inni í mála­flokk­inn sem rík­is­stjórn­in er í raun­inni með allt niður um sig gagn­vart. Vegna þess að ferlið sjálft, um­sókn­ar­ferlið er alltof langt. Við þurf­um að halda utan um þenn­an hóp, þenn­an viðkvæma hóp fólks, hæl­is­leit­end­urna, við þurf­um aðh alda utan um þau all­an tím­ann sem þau eru að bíða eft­ir því að stjórn­völd, út­lend­inga­stofn­un, kær­u­nefnd­in, segi já, nei.“

    - En tek­ur þú und­ir þessi sjón­ar­mið dóms­málaráðherr­ans?

    „Ég er mun gróf­ari og segi akkúrat á þess­um tíma­punkti að Ísland er upp­selt gagn­vart fleiri um­sókn­um um alþjóðlega vernd meðan við erum að vinna niður þann gríðarlega fjölda um­sókna sem þegar eru fyr­ir í kerf­inu. Ég segi bara. Ef þetta glas væri fullt og þú rétt­ir mér könnu og segðir mér að hella í glasið myndi ég spyrja þig hvort það væri ekki í lagi með þig.“

    Viðtalið við Ingu Sæ­land og Braga Valdi­mar Skúla­son má sjá og heyra í heild sinni í spil­ar­an­um hér fyr­ir neðan:

    mbl.is
    Fleira áhugavert

    Innlent »

    Fleira áhugavert