Íbúafundur almannavarna klukkan 17

Frá íbúafundi Grindvíkinga í síðustu viku.
Frá íbúafundi Grindvíkinga í síðustu viku. mbl.is/Kristinn Magnússon

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra heldur í dag, milli klukkan 17 og 19, upplýsingafund fyrir íbúa Grindavíkur þar sem upplýsa á íbúa um stöðu jarðhræringa og innviða í og við Grindavík. 

Fundurinn fer fram í Laugardalshöll og verður streymt. Þá verður hann einnig túlkaður á pólsku.

Í fundarboði kemur fram að undanfarið hafi komið fram að staðan sé ekki góð og því sé mikilvægt fyrir íbúa að fá réttar upplýsingar í máli og myndum.

Meðal þeirra sem sitja fyrir svörum á fundinum eru ríkislögreglustjóri, lögreglustjórinn á Suðurnesjum, jarðvísindafólk og fulltrúar frá Grindavíkurbæ, Vegagerðinni, HS orku, HS veitum og Náttúrhamfaratryggingum.

Hægt verður að fylgjast með streymi frá fundinum hér á mbl.is kl. 17. 

Dagskrá fundarins:

  • Sigríður Björk Guðjónsdóttir opnar fundinn, Embætti ríkislögreglustjóra
  • Freysteinn Sigmundsson, Háskóli Íslands
  • Kristín Jónsdóttir, Veðurstofa Íslands
  • Ari Guðmundsson, Verkís / Varnargarðar
  • Hallgrímur Örn Arngrímsson, Verkís / Jarðkönnun í Grindavík
  • Atli Geir Júlíusson, Grindavíkurbær / Frárennsli og almennt um stöðuna á innviðum Grindavíkurbæjar
  • Reynir Sævarsson, Efla / Rafmagn og heita vatnið
  • Úlfar Lúðvíksson, Embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum

Fundarstjórn, Almannavarnir


Auk þessara aðila verða fulltrúar eftirtalinna á staðnum:

  • Vegagerðin
  • HS Orka
  • HS Veitur
  • Náttúruhamfaratrygging Íslands
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert