Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem hann áréttar að embættið mæli ekki með því að fólk dvelji í bænum næturlangt. Fólk fari þangað á eigin ábyrgð, jörð sé ótrygg og bent á að að stutt gæti verið í næsta eldgos.
Þá geti fyrirvari fyrir næsta eldgos verið mjög stuttur eða allt niður í að vera 30 mínútna langur.
„Jarðsprungur eru víða í og við bæinn og sprungur geta opnast án fyrirfara. Hætta er metin töluverð á jarðfalli ofan í sprungur og sprunguhreyfingum,“ segir í tilkynningu.
Þá er bent á að opin svæði hafi ekki verið skoðuð sérstaklega og fólk beðið um að halda sig á götum bæjarins. Settar hafa verið upp þrjár flautur til að aðvara fólk í Grindavík. Einnig við Bláa lónið og önnur við HS orku í Svartsengi. Í kvöld kl. 22 verða þessar flautur reyndar.
„Fáir Grindvíkingar kjósa að dvelja í bænum næturlangt. Þeim er það heimilt en lögreglustjóri mælir ekki með því. Lögreglustjóri bendir á að líklegt er að það styttist í næsta gos og biður fólk um að taka tillit til þess. Fyrirvari vegna næsta eldgoss gæti orðið mjög stuttur.
Það er mat vísindamanna að ef til eldgoss kemur, er líklegast að kvikan leiti frá Svartsengi yfir í Sundhnúkagígaröðina og að gos komi upp á svæðinu milli Stóra-Skógfells og Hagafells. Merki um að kvika sé að brjóta sér leið upp á yfirborðið kæmu fram í skyndilegri, staðbundinni og ákafri smáskjálftavirkni. Ef horft er til fyrri eldgosa á svæðinu gæti nýtt eldgos hafist með skömmum fyrirvara, innan við 30 mínútur, allt eftir því hvar á Sundhnúkagígaröðinni kvika kemur upp. Ekki er hægt að útiloka að gos komi upp inn í Grindavík þótt það teljist ólíklegt,“ segir í tilkynningu.
Lögreglustjóranum á Suðurnesjum þykir rétt að árétta neðangreint.
Ríkislögreglustjóri féll frá fyrirmælum um brottflutning úr Grindavík frá og með 19. febrúar 2024. Ákvörðun ríkislögreglustjóra um brottvísun, með heimild í 24. gr. laga um almannavarnir nr. 82/2008, tók gildi 15. janúar sl. og var síðan framlengd einu sinni eða þann 4. febrúar sl.
Með hliðsjón af framansögðu ákvað lögreglustjórinn á Suðurnesjum að heimila Grindvíkingum og þeim sem starfa Í Grindavík að dvelja og starfa í bænum allan sólarhringinn. Mikilvægt er að hafa neðangreint í huga.
„Enn eru hættur á svæðinu í kjölfar eldgoss við Stóra Skógfell og aðstæður innan og utan hættusvæða geta breyst með litlum fyrirvara. Þá geta hættur leynst utan merktra svæða. Land rís í Svartsengi og merki eru um að það styttist í næsta gos vegna þeirrar kviku sem safnast nú saman undir Svartsengi.
Lokunarpóstar eru við Bláalónsveg, Nesveg og Suðurstrandarveg. Þá er ekki hægt að aka Grindavíkurveg inn til Grindavíkur þar sem hraun rann yfir þjóðveginn í eldgosinu 14. janúar sl.
Til að vekja athygli fólks á aðsteðjandi hættum hafa verið settir upp þrjár viðvörunarflautur í Grindavík. Þá er ein slík við Bláa lónið og önnur við HS orku í Svartsengi. Í kvöld kl. 22 verða þessar flautur reyndar en það hefur verið gert einu sinni áður.“
„Fáir Grindvíkingar kjósa að dvelja í bænum næturlangt. Þeim er það heimilt en lögreglustjóri mælir ekki með því. Lögreglustjóri bendir á að líklegt er að það styttist í næsta gos og biður fólk um að taka tillit til þess. Fyrirvari vegna næsta eldgoss gæti orðið mjög stuttur.
Það er mat vísindamanna að ef til eldgoss kemur, er líklegast að kvikan leiti frá Svartsengi yfir í Sundhnúkagígaröðina og að gos komi upp á svæðinu milli Stóra-Skógfells og Hagafells. Merki um að kvika sé að brjóta sér leið upp á yfirborðið kæmu fram í skyndilegri, staðbundinni og ákafri smáskjálftavirkni. Ef horft er til fyrri eldgosa á svæðinu gæti nýtt eldgos hafist með skömmum fyrirvara, innan við 30 mínútur, allt eftir því hvar á Sundhnúkagígaröðinni kvika kemur upp. Ekki er hægt að útiloka að gos komi upp inn í Grindavík þótt það teljist ólíklegt.“