Ófært á Öxnadals- og Holtavörðuheiði

Holtavörðuheiði.
Holtavörðuheiði. mbl.is

Ófært er á Öxnadalsheiði en unnið er að mokstri. Flughálka er á Þverárfjalli og Ásavegi, að sögn Vegagerðarinnar.

Þæfingur er í Vatnsskarði en hálka eða hálkublettir eru á flestum leiðum.

Ófært er sömuleiðis á Bröttubrekku, Holtavörðuheiði og Vatnaleið en unnið er að mokstri. Hálka eða hálkublettir eru víða en krapi í Svínadal.

Vetrarfærð er víða á vegum landsins. Hvasst er víða og flughálka að myndast á Vestfjörðum og á Norðurlandi. Víða er ófært eftir nóttina og er unnið að hreinsun.

Uppfært kl. 8.04:

Búið er að opna Öxnadalsheiði en þar er snjóþekja. Ófært er á Bröttubrekku en unnið er að mokstri. Holtavörðuheiði og Vatnaleið eru komnar í krapa en hálka eða hálkublettir eru víða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert