Rok og rigning í kortunum

Talsverð rigning verður í dag.
Talsverð rigning verður í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Spáð er sunnan 10-18 metrum á sekúndu og talsverðri rigningu, en úrkomulítið verður um landið norðaustanvert.

Lægir smám saman í dag og dregur úr vætu, en áfram verður rigning sunnan til. Hiti verður á bilinu 2 til 8 stig. Rigning verður víða um land í kvöld.

Norðvestan og vestan 8-15 m/s verða á morgun, en hvassara austast fram eftir morgni. Slydda eða snjókoma verður með köflum og hiti um eða yfir frostmarki, en kólnar síðdegis með éljum allvíða.

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert