Spennan magnast í Karphúsinu

Vilhjálmur Birgisson, formaður SGS, byrjaði daginn á kaffibolla og spjalli …
Vilhjálmur Birgisson, formaður SGS, byrjaði daginn á kaffibolla og spjalli um gang mála. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fundur Samtaka atvinnulífsins og breiðfylkingar stéttarfélaga innan Alþýðusambandsins hófst hjá ríkissáttasemjara klukkan 9 í morgun.

Breiðfylking stéttarfélaga innan Alþýðusambandsins og Samtök atvinnulífsins náðu samkomulagi um forsenduákvæði í kjarasamningsviðræðum, hvað varðar þróun verðbólgu og vaxta, á fimmtudag.

Róleg stund hjá Ástráði Har­alds­syni rík­is­sátta­semj­ara og samningamönnum áður en …
Róleg stund hjá Ástráði Har­alds­syni rík­is­sátta­semj­ara og samningamönnum áður en fundur var settur í morgun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Daginn eftir sagði VR sig frá breiðfylkingunni og sagði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, það vera vegna þess að SA hafi sett VR afarkosti um forsenduákvæðin. 

Í kjölfarið hafa Samtök atvinnulífsins og þau stéttarfélög sem eftir eru í breiðfylkingunni, Starfs­greina­sam­bandið, Efl­ing og Samiðn, fundað hjá ríkissáttasemjara um helgina í von um að leggja lokahönd á samninga deiluaðila.

Fundað var bæði á laugardag og sunnudag en vegna fjölmiðlabanns hefur engin tjáð sig um gang mála síðan tíðindin bárust um forsenduákvæðin. 

Sigríður Margrét Oddsdóttir, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka at­vinnu­lífs­ins, byrjaði daginn í Karphúsinu …
Sigríður Margrét Oddsdóttir, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka at­vinnu­lífs­ins, byrjaði daginn í Karphúsinu á því að fá sér vatn og kaffi. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert