Klukkan 18:27 í kvöld varð jarðskjálfti af stærð 3,4 austan við Kleifarvatn.
Í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands segir að skjálftinn varð tvo kílómetra austan við vatnið og fannst í byggð. Þá hafa fylgt nokkrir eftirskjálftar.
Nokkur virkni hefur verið á þessu svæði síðustu daga.
Síðast varð skjálfti af svipaðri stærðargráðu þann 13. nóvember og mældist hann 3,5 að stærð.
Í tilkynningunni segir að jarðskjálftar séu þekktir á þessu svæði.