Vatnstjón varð í íbúð í Árbænum í morgun vegna heitavatnsleka.
Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu var dælubíll sendur á staðinn um hálfsexleytið og gekk verkefnið vel.
Varðstjórinn bætir við að mjög erilssamt hafi verið í sjúkraflutningum í nótt.