Viðvörunarlúðrar í Grindavík og við Bláa lónið verða prófaðir klukkan 22 í kvöld.
Lúðrarnir verða ræstir í stuttan tíma, eða í innan við eina mínútu.
„Ef um raunverulega vá er að ræða munu lúðrarnir verða áfram í gangi, langt umfram þessa mínútu,” segir í tilkynningu frá almannavörnum.
Í vikunni mun landris í Svartsengi sennilega ná sömu hæð og það náði fyrir síðasta eldgos, að sögn Veðurstofu Íslands.