„Aldrei neitt búið fyrr en það er búið“

Öxlunum leyft að síga um stundarsakir hjá Ástráði Haraldssyni ríkissáttasemjara …
Öxlunum leyft að síga um stundarsakir hjá Ástráði Haraldssyni ríkissáttasemjara í gær. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Viðræðurnar hafa gengið vel og eru í fullum gangi,“ segir Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, í samtali við Morgunblaðið.

Samningafundi breiðfylkingarinnar, samfloti nokkurra stærstu stéttarfélaga innan ASÍ – Eflingar, Samiðnar og Starfsgreinasambandsins – og SA lauk á sjöunda tímanum í gærkvöldi og er nýr fundur boðaður klukkan níu í dag.

Sigríður Margrét Oddsdóttir.
Sigríður Margrét Oddsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sigríður Margrét bætir því við að stefnan sé að gera tímamótasamninga, það er að segja fjögurra ára kjarasamninga sem hafi það markmið að skapa skilyrði fyrir minnkandi verðbólgu og í kjölfarið lækkandi vexti.

„Þetta er verkefni sem við erum búin að vinna að lengi og það er einbeittur vilji allra að ná saman. Það verður spennandi að sjá þetta þróast áfram á næstu dögum en auðvitað er það þannig að það er aldrei neitt búið fyrr en það er búið,“ segir Sigríður Margrét.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka